Velkomin í Hlíð ferðaþjónustu!

Hlíð ferðaþjónusta er staðsett við norðanvert Mývatn, nálægt flugvellinum. Svæðið er um 1 km frá bökkum Mývatns og þar af leiðandi er hin alræmda mýfluga ekki mikið að angra okkur.

Við erum með hlýlegt hraunið allt um kring og frábært útsýni yfir vatnið. Trjágróður er lítill en það þýðir líka að að minna er um flugu.

Frá okkur er stutt í alla helstu þjónustu sem er í boði í sveitinni. Reykjahlíðarþorpið er í aðeins um 1 km fjarlægð og þar er sundlaug, golfvöllur, verslun og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Svo eru ekki nema um 5 km frá okkur að Jarðböðunum.

Það er hægt að leigja reiðhjól hjá okkur en það hentar mjög vel að skoða nágrennið á hjóli. Leiðin í kringum Mývatn er 37 km, sem er góður hjólahringur. Í nágrenninu eru líka frábærar gönguleiðir, upplagðar til að njóta hinnar margfrægu náttúru sveitarinnar .

Við bjóðum upp á ýmsa gistimöguleika.
Tjaldsvæði sem eru mjög vel útbúin.
Svefnpokagistingu í skála með 14 herbergjum. 
Svefnpokagistingu í smáhýsum. 
Herbergi með sér baðherbergi. 
Sumarhús.

Einnig er hægt að fá aukarúmföt og hollan morgunverð til að búa sig undir ævintýri dagsins.

Bóka, skoða framboð!

Comments are closed