Afþreying

Hlíð ferðaþjónusta býður upp á ýmsa afþreyingu og við leggjum líka metnað okkar í að geta veitt viðskiptavinum okkar sem allra bestar upplýsingar um allt sem Mývatnssveit og nágrenni hefur upp á að bjóða.

Leiksvæði: Á tjaldsvæðinu er leiksvæði fyrir börn, með nokkrum leiktækjum og miklu rými fyrir skemmtilega hreyfingu.

Reiðhjólaleiga: Afgreiðsla fyrir reiðhjólaleigu er í afgreiðsluhúsinu á tjaldsvæðinu. Við leigjum út fjallareiðhjól, hálfa og heila daga og fleiri daga sé þess óskað. Við veitum líka upplýsingar um þær leiðir sem hæfa hverjum viðskiptavini. Frábært er að hjóla í kringum vatnið en það eru 37 km og ýmislegt til að skoða á leiðinni.

Gönguleiðir: Í nágrenninu er hægt að fara í ótrúlega mismunandi gönguferðir, langar og stuttar, yfir fjöll og firnindi eða eftir þægilegum stígum og sveitavegum. Við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir.

Sjoppa: Í afgreiðsluhúsinu á tjaldsvæðinu er lítil verslun, þar sem hægt er að kaupa kaffi, te, gos og sælgæti, póstkort, frímerki og fleira.

Þjónusta i nágrenninu: Í Reykjahlíðarþorpinu, örskammt frá okkur, er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem er vel þess virði að heimsækja. Í þorpinu og nágrenni þess er líka sundlaug, verslun, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.

18 31

Comments are closed