Um gistimöguleika

Hlíð ferðaþjónustu býður upp á ýmsa möguleika í gistingu. Afgreiðslan fyrir allar tegundir gistingar er í afgreiðsluhúsinu á tjaldstæðinu.

Hraunbrún:  Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum með koju án baðs. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar er sameiginlegt.

 

Kytrur: 9 m² smáhýsi með 2 rúmum, ýmist hjónarúmi, koju eða 2 einbreiðum rúmum. Notaðar eru snyrtingar, sturtur, eldunaraðstaða og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvort tveggja ca 50m í burtu.

 

Álfahlíð/Dvergahlíð: Tvö 50 m² sumarhús með 22 m² svefnlofti. Í húsunum er snyrting með sturtu, eldunaraðstaða og setustofa. Þar eru 2 svefnherbergi, annað með tveim 80 cm breiðum rúmum og hitt með einu 120 cm breiðu rúmi, auk þess sem dýnur eru á svefnlofti.

 

Andabyggð: Tveggja manna herbergi með tveim 90 cm breiðum rúmum og sér baðherbergi. Rúmin eru uppbúin og morgunverður fylgir.

 

Tjaldsvæði: Við bjóðum upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið en borga þarf sérstaklega fyrir notkun á rafmagni. Trjágróður er lítill en tjaldsvæðið er hlýlegt, rómantískar lautir í hrauninu, rúmgóðir grasbalar fyrir glaðværa hópa, og allt þar á milli. Svæðið er í um 1 km fjarlægð frá bökkum Mývatns sem gerir að verkum, ásamt því að það er ekki skógi vaxið, að lítið er um mýflugur. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort. Stórt eldhústjald er á svæðinu.

Comments are closed