Bóka

Gott að vita

Hlíð ferðaþjónusta er fullkominn staður til að byrja og enda ævintýraferðir um náttúruperlur sem eiga engan sinn líka. Við erum staðsett við þjóðveg 1 á norðurströnd Mývatns, um það bil 50 km í suður frá Húsavík og 85 km í austur frá Akureyri. Tjaldsvæði, sumarhús og farfuglaheimili eru rétt norðan við þorpið í Reykjahlíð og við rekum líka gistiheimili og litlar íbúðir í þorpinu sjálfu.

Fullkomið samband við land og náttúru

Hlíð ferðaþjónusta er yndislegur staður til að byrja og enda ferðir um náttúruperlur sem eiga engan sinn líka. Við bjóðum fjölbreytta gistimöguleika, allt eftir því hvað þú vilt mikil þægindi á meðan þú skipuleggur ævintýri morgundagsins og virðir fyrir þér fegurðina umhverfis Mývatn.  

Sjáðu fyrir þér stað þar sem náttúra landsins okkar umvefur þig. En þar sem þú hefur hlýlegt skjól fyrir hörkunni sem hún á stundum til og getur sofið rótt.

Hlíð ferðaþjónusta er þannig staður.

Staður til að smeygja sér úr gönguskónum og njóta fullkominnar slökunar eftir ævintýri dagsins. Hvort sem þú vilt taka náttúruupplifunina alla leið og velja þér þinn eigin stað á hefðbundnu tjaldsvæði með góðri grunnþjónustu, hafa smá lúxus fyrir tvo í nýjasta smáhýsinu okkar sem heitir Aska… eða eitthvað þar á milli.

Smáhýsið Aska er glæný norræn hönnun og búið öllum helstu þægindum. Þar er gott tvíbreitt rúm, huggulegur eldhúskrókur og fallegt baðherbergi. Að ógleymdu dýrðlega útsýninu úr öllum gluggum!

Það er líka hægt að panta gistingu í kósý sumarbústað, við erum með tvö eldri hús nýuppgerð og fín. Kytrurnar eru agnarlítil, krúttleg timburhús sem eru bara eitt herbergi. Hraunbrún er farfuglaheimili, Andabyggð er klassískur „Bed&Breakfast“ og á Eldá eru í boði herbergi með sér baðherbergi eða án þess og líka þægilegar íbúðir þar sem hægt er að vera hluti af lífinu úti á landi, í þorpinu Reykjahlíð.

Contact

Mývatn Accommodation
Hlíð ferðaþjónusta, Hraunbrún
660 Mývatn
Iceland

info@myvatnaccommodation.is
+354 899 6203

Bóka Breyta bókun

Eldá
Helluhraun 9,
660 Reykjahlíð
Iceland

info@elda.is
+354 764 5697

Bóka Breyta bókun

Finna leið í Mývatnssveit

Finna leið til Eldá

Important
information!

Hinar alræmdu mýflugur

Algengustu spurningarnar sem við fáum frá fólki sem ætlar að ferðast að Mývatni snúast um  flugurnar sem vatnið dregur nafn sitt af. Er mikið af þeim núna? Verður mikið mý um helgina? Eru flugurnar mikið að pirra mann? Allt spurningar sem er erfitt að svara, mýið hefur sína hentisemi og það er ákaflega einstaklingsbundið hvort fólk upplifir mikil eða lítil óþægindi af því.
Tvisvar á sumri koma stórir gangar af rykmýi og mjög nálægt vatninu geta hópar af því orðið býsna stórir og þéttir. Það er engin leið að segja til um nákvæmlega hvenær þetta gerist en það góða er að rykmýið bítur ekki. Þetta eru agnarlitlar meinlausar flugur en geta stundum verið pirrandi. Bitmý er á sveimi mestallt sumarið en það sækir ekki nálægt því eins mikið í fólk og lúsmýið sem er orðið til vandræða víða um land. Það hefur ekki orðið vart við lúsmý í Mývatnssveit og á tjaldsvæðinu í Hlíð eru hinar klassísku mýflugur oftast ekkert til að hafa áhyggjur af. Sprey eða krem sem fælir flugur frá getur verið gott að nota og það fæst alltaf í afgreiðslunni hjá okkur. Ef flugurnar valda þér óþægindum þá mælum við með því að hafa flugnanet fyrir andlitinu… það sem heimamenn kalla vargskýlu.

Neysluvatnið

Við búum við þann lúxus, eins og á öðrum stöðum á Íslandi, að hafa ótakmarkað magn af fersku, köldu vatni. Það segja þó margir að kranavatnið í  Mývatnssveit sé óvenju bragðgott! Hitaveituvatnið með sinni hveralykt kannast flestir Íslendingar við en við viljum samt benda ykkur á að taka af ykkur alla skartgripi áður en þið farið í sturtu, svo vatnið liti þá ekki dökka.

Hjólaleiga

Hjá okkur getur þú leigt reiðhjól, annað hvort heilan eða hálfan dag. Kort með hjóla- og gönguleiðum eru í boði í afgreiðslunni og það er líka þægilegt að hjóla þjóðveginn hringinn í kringum Mývatn. Sú leið er 37 km og á henni eru ótal dýrðlega fallegir staðir þar sem gott er að staldra við.